Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
mánudagur, 11. mars 2019
Geymsla og vettvangur
Opnaði bloggsíðu haustið 2008 þegar hrunið varð í íslensku samfélagi og birti þar í bland nýjar greinar og gamlar allt fram til ársins 2013. Árið 2016 var þeirri bloggsíðu www.bloggar.is lokað og þá færði ég allt efnið yfir á opinbera síðu sem ég átti á Facebook frá framboði mínu til stjórnlagaþings. Ég hefði allt eins getað hent efninu þar sem Facebook er ekki rétti miðillinn til að halda utan um greinaskrif af þessum toga.
Hef lengi ætlað mér að færa efnið til að eiga það aðgengilegt einhvers staðar og geri nú loksins alvöru úr því og flyt það hingað á bloggsíðu Google. Geri það í trausti þess að þar geti þetta efni fengið að vera til frambúðar. Jafnframt verður þessi síða kannski vettvangur fyrir frekari skrif. Hver veit.
þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Sannleikur nútímamannsins?
Birti þessa grein í dag 1. nóv. 2025 en hún er skrifuð 19.02.2019. Hef sennilega ekki þorað að birta hana eða hvað veit ég... man það ekki. Veit bara það að núna að hausti 2025 langar mig að hún sé til hér í safninu mínu svo ég geng frá því.
Ef marka má fréttir gærkvöldsins er betra að fólk sé hamingjusamt í vinnunni. Rannsóknir sýna þennan mikla sannleika að hamingjusamt fólk í vinnunni afkastar meiru og það beinlínis borgar sig, borgar sig í beinhörðum peningum, fyrir stjórnendur að sýna starfsmönnum sínum umhyggju.
Nú þykir mér týra… Er þetta ekki stórmerkilegt? Að það sé í alvörunnni betra að starfsfólki líði betur í vinnunni?
Verð að játa að nálgun viðfangsefna nútímamannsins gerir mig oft gjörsamlega bit. Sumt þykir mér einfaldlega svo sjálfsagt mál að það þarf ekki að segja mér það. Þetta er eitt af því. Það að mér líði vel í vinnunni er auðvitað miklu líklegra til að ég verði góður starfsmaður, það er eitthvað svo augljóst.
Nú verð ég að láta fylgja með að ég er ekki að gera lítið úr viðfangsefninu sem þessi ráðstefna fjallaði um. Hvarflar ekki að mér að rengja að stóru viðfangsefnin okkar nútímamanna í vestrænu samfélagi sé ekki síst aukin streita og kulnun. Hef kynnst því vel af eigin raun og lesið mér aðeins til um stöðuna í þessum málaflokki og það er sömu söguna að segja alls staðar í hinum vestræna heimi. Aukin streita og kulnun eru raunveruleg viðfangsefni sem valda raunverulegum vanda sem eykst sífellt. Auðvitað eigum við að vekja athygli á því og fjalla um það og vonandi mun það leiða til að við gerum ráðstafanir til að snúa þessu við.
Einhvern tíma.
Það sem vekur áhuga minn er hvað við gerum ekki. Af hverju heyri ég aldrei um að verið sé að taka þennan punkt sem sem hér er birtur af Alfie Kohn í Harvard Business Review 1993? Hvað gerðist innan fyrirtækjanna á 10 áratugnum? Hvaða afleiðingar hafði sú breytta hugmyndafræði á heiminn?
Í Bandaríkjunum einum? Á litla landinu okkar Íslandi? Hverju lýsa bíómyndirnar Inside Job og Smartest Guys in the Room? Heilbrigðu samfélagi? Eru þær dæmi um þroska og vit okkar samtíma? Erum við stolt af þeim heimi? Viljum við hafa hann eins áfram?
Efnahagshrunið sem varð í heiminum haustið 2008. Var það einangrað fyrirbæri? Ekkert sem þarfnast endurskoðunar við?
Er víst að Frederick Winslow Taylor og Milton Friedman séu bestu hugmyndafræðingarnir sem við eigum að byggja hugmyndafræði heimsins á?
Þarf ekkert að endurskoða Viðskiptafræði háskóla heimsins?
Eru stjórnunaraðferðirnar sem þar eru kenndar hver á fætur annarri sem ”sannleikur” kannski ekki sannleikur eftir allt saman? Hvað heita þær nú allar saman? LEAN, SIX SIGMA o.s.frv., o.s.frv. Eru þetta ”fræði” sem byggja á vísindum? Vísindum þar sem mannlegir eiginleikar eru teknir með í myndina? Eru þær kannski slæmar og til þess fallnar að auka streitu og kulnun? Gæti það verið?
Kulnun og streita. Getur verið að þetta tvennt séu afleiðingar af kolvitlausri þróun við stjórnun fyrirtækja sem aftur er til orðin vegna ”sannleika” sem kenndur er í viðskiptafræði háskólanna?
Mér er mikið niðri fyrir. Ég verð að leyfa mér að spyrja.
Mér finnst kominn tími til að við beygjum af leið.
Að við göngumst við að vera manneskjur. Að við hættum að láta eins og sjálfsagðir hlutir komi okkur á óvart. Að við höldum áfram að vera viti bornar verur. Myndirnar sem ég nota sem dæmi til að lýsa því samfélagi við erum hluti af lýsa ekki samfélagi viti borinna vera. Þar er heimskan höfð í hávegum. Upphafning heimskunnar. Er ekki kominn tími til að beygja af leið?
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...