Það er stundum gott að láta minna sig á. Ég upplifði það mjög sterkt á dögunum þegar ég las bókina „Lofuð“ eftir Elisabeth Gilbert. Lestur hennar eins og leysti mig úr fjötrum. Ég drakk í mig hugmyndir höfundar og naut þess ómælt að láta hana minna mig á. Minna mig á af hverju ég er sú sem ég er og af hverju ég er ósammála íhaldssömum hægri mönnum heimsins.
Það er af því að ég er jafnréttissinni. Það er af því að íhaldssamir hægri menn heimsins eru andstæðingar þeirrar hugmyndafræði .
Á laugardaginn var hjarta mitt fullt af gleði þar sem ég stóð og fylgdist með Gay Pride göngunni . Ég komst við eins og svo oft áður og þurfti að halda aftur af tárunum. Ástæðan var ekki sorg heldur gleði.
Ég horfði á borgarstjórann sem var „borgarstjórinn minn“ þann dag umfram aðra daga. Var að springa úr stolti yfir að búa í landi þar sem borgarstjórinn væri dragdrottning á slíkum degi og sýndi þannig samstöðu með þeim sem alla jafna eru álitnir „öðruvísi“.
„Hinsegin dagar“ eða Gay Pride hefur algjöra sérstöðu yfir aðrar hátíðir í mínum huga. Dagur samstöðu – dagur þar sem maður finnur væntumþykjuna og gleðina streyma allt um kring. Dagur sem ég sækist eftir að vera þátttakandi í og má helst ekki missa af.
Um kvöldið hlustaði ég á Pál Óskar í fréttum og fékk gæsahúð. Mig langaði að fá að faðma hann að mér og kyssa hann. Var svo glöð yfir því sem hann sagði. Svo glöð yfir að hann þyrði að standa upp fyrir feministum, fyrir kellingum, þyrði að benda á að um alla aðra en hvíta straight hægrisinnaða karla mætti viðhafa uppnefni. „Burt með kvenfyrirlitninguna „ sagði hann „burt með hatrið á öðrum kynþáttum“.
Ég upplifði orð hans persónulega. Hann stóð upp fyrir mig. Hann gagnrýndi upphátt þá sem leyfa sér að stimpla okkur hin „kommúnista“ eða „kellingar“ á hverjum degi af því að við erum ekki sammála þeim. Hann sagði upphátt af miklum eldmóði það sem mig hefur langað til að hrópa hátt svo lengi. Það var svo gott og það var svo þarft.
Hvað gerðist?
Ákall hans um umburðarlyndi, ást og kærleika var kveðið í kútinn. Snúið út úr orðum hans og gengið svo langt að það er ekki hægt að hafa það eftir.
Að tala um „hvíta hægrisinnaða karla“ sem hóp – er að ganga of langt. Þar liggja mörkin.
Höfundur þessa bloggs er alin upp á Melum í Hrútafirði og hefur haft ólæknandi áhuga á samfélaginu frá barnsaldri. Byrjaði að skrifa greinar og fékk birtar á vefnum www.kreml.is á árunum 2003 – 2004 eða þar til honum var lokað. Hef síðan af og til fengið birtar greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Skrifaði blogg þegar þegar efnahagshrunið dundi yfir og var mjög virk á árinu 2009. Tek hér saman allar mínar greinar og vonast til að hér megi þær liggja.
þriðjudagur, 9. ágúst 2011
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)
Tilkynning um framboð í forystusæti Viðreisnar 31. jan. 2026
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Ég, Signý Sigurðardóttir, býð mig fram í forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég geri það vegna þess að mé...
-
Eitt af því sem maður þarf að meðtaka verandi kona er að allt sem þykir „kvenlegt“ er ómerkilegt. Nýtur ekki sjálfgefinnar virðingar eins og...
-
Málflutningur leikskólakennara og stjóra í þá veru að senda konum skömmina af því að vilja vinna fullan vinnudag hefur náð svo miklum árangr...